154. löggjafarþing — 88. fundur,  19. mars 2024.

málstefna íslensks táknmáls 2024--2027 og aðgerðaáætlun.

37. mál
[16:58]
Horfa

Frsm. minni hluta (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar, fyrir þessar ábendingar og skoðun hv. þingmanns. (Gripið fram í.) Það er hins vegar þannig að við leggjum fram fjármálaáætlun áður en við leggjum fram fjárlög, er það ekki? Þá er það einhvern veginn þannig í mínum einfalda haus mjög skynsamlegt að leggja fram stefnur og aðgerðaáætlanir áður en við förum síðan í raunverulegar aðgerðir og gerum hlutina, til þess að við séum að gera þetta almennilega, gera þetta rétt og vitum hvert við erum að fara. Að mínu mati er það skynsöm nálgun hjá ríkisstjórninni að gera þetta með þessum hætti.